Notkunarskilmálar

Mikilvægar lagalegar upplýsingar

Allianz Global Investors GmbH, Bockenheimer Landstr. 42-44, 60323 Frankfurt, Þýskalandi rekur og viðheldur þessu vefsetri. Lesið þessa skilmála og skilyrði vandlega. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála og skilyrði skaltu ekki fara inn á vefsetrið né neina síðu þess (hér eftir í þessu skjali nefnt „setrið“).

Notkun efnis

Efni þessa seturs er einungis í boði í upplýsingaskyni. Birting efnis og aðgangur að setrinu telst ekki, hvorki beint né óbeint, veiting þjónustu eða vöru Allianz Global Investors (AllianzGI) eða neinna hlutdeildarfélaga þess. Upplýsingar varðandi fjármálavöru eða þjónustu fæst eingöngu hjá viðkomandi fyrirtækjum AllianzGI Group.

Höfundarréttur

Allt efni á þessu setri er eign Allianz Global Investors GmbH, beinna eða óbeinna dótturfélaga þess (hér eftir í þessu skjali nefnd saman „AllianzGI Group“) eða þriðju aðila og nýtur verndar höfundarréttarlaga með öllum rétti áskildum. Allur réttur á síðunum, efni seturs og tilhögun eru í eigu AllianzGI Group og leyfisveitenda þeirra. Þú mátt ekki selja, dreifa, birta, senda út eða nýta í ábataskyni upplýsingar á setrinu á neinn hátt án skýrs skriflegs samþykkis AllianzGI Group. Ekkert niðurhal eða afritun með öðrum hætti af þessu setri mun framselja til þín eign á neinum hugbúnaði eða efni. Þér er óheimilt að endurgera (í heild eða að hluta), senda (með rafrænum eða öðrum hætti), breyta, birta, endurafhenda, veita leyfi fyrir, tengja eða með öðrum hætti nota þetta setur í neinum opinberum tilgangi eða í ábataskyni án fyrirfram leyfis AllianzGI Group.

Ekkert á þessu setri skal túlkast sem veiting leyfis til að nota neina mynd, vörumerki, þjónustumerki eða kennimerki, sem eru öll eign AllianzGI Group. AllianzGI Group áskilur sér allan rétt varðandi eignarrétt á upplýsingum eða efni á þessu setri og mun sækja slíkan rétt til fulls eftir því sem heimilt er að gildandi lögum um höfundarrétt og vörumerkjarétt.

Ekkert boðið

Ekkert það sem fram kemur hér felur í sér boð, umleitun eða ráðleggingu um neina þjónustu um fjárfestingarstýringu, eða tilboð um að selja eða umleitun að kauptilboði að nokkru verðbréfi, né skal engin slík þjónusta veitt, eða verðbréf boðin eða seld, í neinni lögsögu þar sem slíkt boð, umleitun, veiting eða sala væri ólögleg. Sérhver mögulegur fjárfestir ætti að ganga úr skugga um að fjárfesting í sérhverri AllianzGI Group vöru sé heimil samkvæmt reglum og reglugerðum þar sem hann/hún býr.

Þessar upplýsingar eru veittar eingöngu í upplýsingaskyni og fjárfestar ættu að ákveða sjálfir hvort tiltekin þjónusta eða vara hentar fjárfestingaþörfum þeirra. Í tilboðsskjölunum eru nánari upplýsingar varðandi tilteknar vörur. Fyrri afkoma er engin trygging fyrir framtíðararafkomu. Þessum upplýsingum er ekki ætlað að vera og þær ætti ekki túlka sem lagalega eða skattalega ráðgjöf.

Ákveðnar staðhæfingar í þessu skjali kunna að eiga við um væntingar um framtíðina og aðrar staðhæfingar sem snúa að framtíðinni og styðjast við núverandi skoðanir og ályktanir stjórnenda og fela í sér þekkta og óþekkta áhættu sem kann að leiða til þess að afleiðingar, afkoma eða atvik verði verulega ólík því sem sett er fram með berum orðum eða gefið í skyn í slíkum staðhæfingum. Auk staðhæfinga sem varða framtíðina vegna samhengis, skulu orðin „kann/kunna, verður/verði/mun, ættir/ætti, ætlað, hyggst fyrir, ætlar, sér fyrir, telur, áætlar, spáir fyrir um, möguleiki eða halda áfram“ og álíka orðalag vera einkenni staðhæfinga sem varða framtíðina.

Þau málefni sem fjallað er um í þessu skjali kunna einnig að fela í sér áhættu og óvissu sem lýst er hverju sinni í skráningum Allianz SE hjá Eftirlitsnefnd með verðbréfaviðskiptum (U.S. Securities and Exchange Commission). Fyrirtækið gengst ekki undir neina skuldbindingu um að uppfæra neinar upplýsingar varðandi framtíðina sem er að finna hér.

Upplýsingarnar á þessu setri eru lýsandi fyrir AllianzGI Group í heild og svo kann að vera að vörurnar, þjónustan, verðbréfin og fjármálagerningarnir sem lýst er séu ekki til eða henti ekki þér.

Fjárfestingar

Fyrri afkoma er ekki nauðsynlega vísbending um afkomu í framtíðinni. Virði fjárfestinga og tekjur af þeim kunna jafnt að lækka sem hækka og svo kann að fara að þú endurheimtir ekki upphæðina sem þú fjárfestir upphaflega. Þegar fjárfestingar fela í sér áhættu af gjaldmiðlum, kunna breytingar á gengi gjaldmiðla að verða til þess að virði fjárfestingarinnar hækkar eða lækkar. Þú ættir að hafa í huga að fyrir sumar fjárfestingar er enginn viðurkenndur markaður og því kann að vera erfitt að eiga viðskipti með þær eða að fá upplýsingar um virði þeirra eða hve mikil áhætta fylgir þeim. Allar skattaívilnanir sem vísað er til á þessu setri geta breyst og aðgengi að þeim og virði verður háð einstaklingsbundnum aðstæðum þínum.

Engin tiltrú

Þó AllianzGI Group hafi gætt þess vandlega að tryggja að upplýsingarnar á þessu setri séu réttar, felst ekki í því nein staðhæfing eða ábyrgð (þar með talin ábyrgð gagnvart þriðju aðilum) AllianzGI Group eða samningsbundinna samstarfsaðila þess, sett fram berum orðum eða gefin í skyn, um nákvæmni, áreiðanleika eða heilleika. AllianzGI Group leggur til skoðanir og annað efni á setrinu fyrir persónulega notkun og til upplýsingar eingöngu og það getur breyst fyrirvaralaust. Ekkert á þessu setri telst ráðgjöf um fjárfestingar, lög, skatta eða annars konar ráðgjöf og má ekki reiða sig á við fjárfestingu eða aðra ákvörðun. Þú ættir að fá viðeigandi og sérstaka ráðgjöf áður en þú tekur ákvörðun um fjárfestingu.

Engin ábyrgð

Þær upplýsingar og skoðanir sem eru á þessu setri, þar með taldir veftenglar eða vísanir til annarra setra, eru veittar eins og þær eru án nokkurrar ábyrgðar af neinu tagi, hvorki veitt með berum orðum eða gefin í skyn, að öllu leyti sem heimilt er samkvæmt gildandi lögum. AllianzGI ábyrgist ekki að upplýsingar á setrinu séu fullnægjandi, réttar, áreiðanlegar eða heildstæðar og hafnar með skýrum hætti allri ábyrgð á villum eða yfirsjón í því. Þú berð ábyrgð á því að meta hvort upplýsingar eða efni sem tiltækt er á setrinu er fullnægjandi, rétt, áreiðanlegt og heildstætt. Ennfremur tekur AllianzGI Group enga ábyrgð á og ábyrgist ekki að aðgerðir á þessu setri verði samfelldar og villulausar, að gallar verði leiðréttir eða að þetta setur eða netþjónarnir sem gera það tiltækt verði án veira eða annarra skaðlegra hluta.

Takmörkun ábyrgðar

Ábyrgð okkar takmarkast við ásetning og vítaverða vanrækslu. Ekkert í þessum notkunarskilmálum undanþiggur eða takmarkar ábyrgð okkar vegna (a) andláts eða persónulegra meiðsla vegna vanrækslu; (b) svika eða sviksamlegra rangfærslna; eða (c) neinnar ábyrgðar sem ekki er hægt að undanskilja eða takmarka samkvæmt viðkomandi lögum.

Birting upplýsinga um sjóðina okkar

Við leggjum til heildstæðar upplýsingar um vöruúrval það sem AllianzGI býður á þessu vefsetri. Nánari upplýsingar fást aðeins með beiðni og í samræmi við innri leiðbeinandi tilmæli um birtingu upplýsinga um sjóðina okkar.

Veftengd setur

Þér til þæginda kunna ákveðnir veftenglar eða vefsetur sem vísað er til á setrinu að færa þig á vefsetur þriðju aðila, sem má yfirleitt þekkja á efsta stigi lénsheitis þeirra. Við höfum ekki rannsakað eða greint efni þeirra, og við ábyrgjumst ekki að neinar upplýsingar á veftengdum eða tilvísuðum vefsetrum séu fullnægjandi, réttar, áreiðanlegar eða heildstæðar og við höfnum með skýrum hætti sérhverri ábyrgð á nokkru og öllu efni þeirra.

Þú berð ábyrgð á því að meta hvort upplýsingar eða annað efni sem tiltækt er á veftengdum eða tilvísuðum vefsetrum sé fullnægjandi, rétt, áreiðanlegt og heildstætt. Veftenging við annað setur er til þægindaauka eingöngu og gefur ekki í skyn að AllianzGI Group styðji eða viðurkenni setrið né neina vöru eða þjónustu sem þar er lýst. AllianzGI Group áskilur sér rétt til að loka á sérhvern veftengil eða veftengingarforrit hvenær sem er.

Upplýsingar sem þú gefur upp

Þú ættir ekki að veita neinar trúnaðar- eða eignarréttarupplýsingar í gegnum setrið. Allar upplýsingar eða efni sem veitt er í gegnum setrið mun verða talið eign AllianzGI Group. Með því að veita upplýsingar eða efni í gegnum setrið veitir þú okkur ótakmarkað, óafturkræft leyfi til að nota, endurgera, birta, flytja, breyta, senda og dreifa því efni eða þeim upplýsingum. AllianzGI Group er heimilt að nota í hvaða tilgangi sem er allar hugmyndir, hugtök, þekkingu eða tækni sem þú veitir okkur í gegnum setrið. AllianzGI Group verður ekki fellt undir neinar skuldbindingar um trúnað varðandi upplýsingar sem veittar eru, nema með samþykki fyrirtækis í AllianzGI Group með bein tengsl við viðskiptavin eða eins og samþykkt er sérstaklega með öðrum hætti eða samkvæmt lagakröfum.

Lagalegar takmarkanir á hverjum stað

Þessu setri er ekki beint að neinum einstaklingi í neinni lögsögu þar sem (vegna þjóðernis, búsetu eða annars) birting eða tiltækileiki setursins er bannað. Einstaklingar sem slík bönn eiga við mega ekki fara á setrið.

Áskilinn réttur

Við áskiljum okkur rétti til að breyta, aðlaga, bæta við eða fjarlægja hluta þessara notkunarskilmála hvenær sem er.

Lögsaga, sjálfstæði einstakra ákvæða

Sérhver málaferli sem verða vegna þessara skilmála eða þessa vefseturs skulu flutt fyrir, og einungis fyrir dómstólum í München í Þýskalandi

Fari svo að eitthvert ákvæða þessara reglna verði talið óframfylgjanlegt, mun það ekki hafa áhrif á gildi eða framfylgni annarra ákvæða.

Lausn deilumála

AllianzGI er ófúst og ekki skuldbundið til að taka þátt í lausn deilumála frammi fyrir úrskurðaraðila í deilumálum á sviði neytendamála.